frú sigríður

16 september 2009

Lífið er svo frábært. Það kemur manni sífellt á óvart. Það er svo magnað.

Þegar ég var unglingsgrey kom í ljós að ein tönn lá svona fínt ofan við hinar tennurnar .. bara svona lárétt. Svo ég fékk beisli og teina og góm og skurði og almennt alla gleði heimsins. Fyrir þetta borguðu foreldrar mínir að sjálfsögðu trilljón og tvo peninga og allir voru glaðir (sérstaklega ég á fermingardaginn með teinana).

Nú er svo komið að þessi sama tönn og kostaði mig kvöl og pínu á unglingsárunum ER DAUÐ. Jájá hún er bara dauð og þar af leiðandi voða grá og ljót að lit og veldur auk þess nettum óþægindum. Ég dríf mig því til tannlæknisins þar sem ég met tannheilsu mína nokkuð mikils (og vil ekki fá heilasýkingu..). Þetta er bara ekkert mál. Það þarf ekki að rífa hana úr eða neitt. Og hún verður bráðum svipuð á litinn bara og hinar. Og það besta er að þetta mun næstum ekki kosta mig neitt!! Hver er svosem að telja sextíuþúsundkallana þessa dagana? Ég bara helvítisfokkingfokk spyr!



sigga skrifa?i 16.9.09 -

l l l l l

14 september 2009

Lærdómur dagsins: Maður skyldi alltaf tyggja tyggjó með lokaðan munninn!

Ég á það til að blása smá kúlur og vera almennt ekkert með tyggjóið bara lokað innan við tanngarð. Svo lendir maður í því að það flýgur fluga í tyggjóið manns. Það kennir manni. Ég áttaði mig reyndar og náði að losa mig við það áður en ég var búin að vippa því inn fyrir varir aftur og byrjuð að kjamsa á flugunni - en það eru bara ekki allir jafn fljótir að hugsa og ég. Punktið þetta niður.



sigga skrifa?i 14.9.09 -

l l l l l

02 júní 2009

Vonbrigði dagsins: að láta það loksins eftir sér að opna súkkulaðikexpakkann uppi í skáp og komast að því að það var bara venjulegt leim hafrakex!! OJ



sigga skrifa?i 2.6.09 -

l l l l l

26 maí 2009

Vor, sumar .. elska það!
Þetta vorið ætlum við Lovísa að fara að búa saman í Frænkuseli (jájá, Lovísa frænka mín .. það er kannski alveg komið nóg af samkynhneigðarorðróminum í bili .. hann er búinn að vera freeeekar lífseigur). Ég flyt þá úr holunni hérna í Dalskógunum .. sem þó er búin að reynast mér vel, og í flennistóra íbúð með fullt af herbergjum og þvottahúsi og öllu! FULLORÐINS.

Æ vá, blogg er voða ekki töff.. GLEÐILEGT SUMAR!



sigga skrifa?i 26.5.09 -

l l l l l

19 apríl 2009

Ég er svo óeðlilega spennt yfir þessu nýja smyglmáli. Mér finnst það alveg magnað. Ætli það sé út af því að þá kemur eitthvað annað í fréttum en kreppa og kosningar? Gæti verið.



sigga skrifa?i 19.4.09 -

l l l l l

18 apríl 2009

Kosningabaráttan fer í mig.

Sjálfstæðismenn bjóða upp á 18 ára barn sem heilsar eins og páfinn, móðir Teresa eða einhver þaðan af heilagari manneskja.

Framsóknarflokkurinn býður upp á ógeðslega sjónvarpsauglýsingu þar sem Sigmundur Davíð talar yfir eins og prestur á líkvöku.

Og ég er viss um að aðrir eru ekkert í sérlega góðum málum heldur.

Er ekki líka bara málið það að hvað sem verður gert þá erum við skrúd í lengri tíma. Kannski bara aðeins styttri eða lengri eftir því hverjir fá að ráða?



sigga skrifa?i 18.4.09 -

l l l l l

06 apríl 2009

Ég held að ég muni aldrei geta þakkað Öllu og Arnrúnu nógsamlega að gera mig sjúka í Eurovision. Þessi keppni gerir mig svo þrollaglaða, það er bara alveg núll eðlilegt. Ég bara hlakka alveg fullt til að læra öll lögin og geta sungið með í maí þegar partývikan ógurlega hefst. Eins gott að hún endi svo á Nasa með Páli Óskari!



sigga skrifa?i 6.4.09 -

l l l l l

25 mars 2009

Er bara voðalega eðlilegt að í Kastljósi sé verið að kenna fólki, í smáatriðum, hvernig á að rækta kannabis?



sigga skrifa?i 25.3.09 -

l l l l l

03 mars 2009

Það er örugglega þannig í öllum sundlaugum sem opna snemma að það myndast einhver svona morgunmafía. Fólk sem mætir alltaf í sund fyrir vinnu, syndir, kjaftar í pottinum og drekkur svo kannski saman einn kaffi áður en það hefur vinnudaginn.
Sundlaugin á Egilsstöðum er engin undantekning. Þar mætir sama fólkið hvern dag og krúttast eitthvað.
Í morgun fórum við Bylgja í sund fyrir vinnu. Og við deildum saman einni braut (sem reyndar olli nokkrum smáslysum, en það var hressandi). En hvað með það, við fengum semsagt náðasamlegast að nota eina braut vegna þess að einn mafíumeðlimurinn er í útlöndum.
En hvað svo þegar hún kemur aftur? Verður þá bara slagur á milli okkar og þeirra til að gera út um málið?
Ég er strax orðin spennt!



sigga skrifa?i 3.3.09 -

l l l l l

27 febrúar 2009

Tekið af Vísi rétt í þessu: 26 þingmenn eiga sæti í þingflokki Sjálfstæðisflokksins eftir að Jón Magnússon gekk í flokkinn á dögunum.

HANN VAR EKKI KOSINN Á ÞING FYRIR SJÁLFSTÆÐISFLOKKINN! Og þeir eiga þar af leiðandi ekki að hafa svona marga menn á þingi .. en þetta er svosem ekki í fyrsta sinn sem menn skipta um flokk á miðju tímabili.

Ég verð bara alltaf jafn tryllingslega reið þegar ég er minnt á þetta! OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO!!! Þú skiptir ekkert bara um lið í miðjum leik! Ef þú vilt ekki lengur spila með liðinu þínu þá ferðu fokking út af og hleypir öðrum liðsmanni að. Þú ferð ekkert bara að spila með andsæðingnum og skilur liðið þitt eftir manni færri, eða tveim mönnum færri í rauninni..

Þetta var pirr dagsins. Góða helgi.



sigga skrifa?i 27.2.09 -

l l l l l

25 febrúar 2009

Ég get ekki ákveðið hvort ég vil frekar búa í Reykjavík eða á Egilsstöðum. Mér finnst það erfitt. Af hverju er ekki bara annað miklu geggjaðra en hitt? En ekki bara bæði betra..

Eníveis, það var Reykjavíkurhelgi síðustu helgi og það var yndislegt. Lísa átti afmæli, ég fékk loksins að hitta Bertu Maríu aftur, Bylgja vildi éta út úr mér kartöfluflögu og almennt var fólk bara með hlutina á hreinu.

Hérna ætlaði ég að setja mynd af Gleðitríói plús Sigríði en þar sem að Þóra ákvað að hlaupast á brott þegar ég var búin að planta myndavélinni í hendurnar á fallegu fórnarlambi þá er hún ekki til! Gleðitríó plús Sigríður mætti læra sitthvað af Silent duck. Það er ljóst.



sigga skrifa?i 25.2.09 -

l l l l l

18 febrúar 2009

Tilraunaeldhús alveg óvart - ekki svo töff.
Í gær eldaði ég mér kjarngóðan kvöldverð. Aðal innihaldið var grænmeti af ýmsu tagi og krydd. Það runnu á mig tvær grímur, ef ekki fjórar, þegar ég fattaði að í stað þess að sturta duglega úr karrýbauknum hafði ég kryddað herlegheitin svona fínt mikið með kanil! Jæja, hversu slæmt gat það svosem orðið? Ég hélt bara ótrauð áfram og mallaði og mallaði. Niðurstaðan: Grænmeti og kanill fer ekkert sjúklega vel saman.



sigga skrifa?i 18.2.09 -

l l l l l

30 janúar 2009

Ég sá áðan auglýsingu í blessuðu sjónvarpinu. Það var verið að auglýsa þátt sem verður sýndur á mánudaginn. Það eru oft svona hipp og kúl fræðsluþættir á mánudagskvöldum, voða mikið til að læra af. Næst ætla ég sko að horfa. Með báðum augum og allt. Þátturinn er um síamstvíbura.
Ég hélt bara í alvöru í einfeldni minni að það væri ekki til fólk sem lifir við það að búa í sama líkama og önnur manneskja. Hversu fáránlega mikið hafði ég rangt fyrir mér þar. Hér er mynd af þeim. Og önnur.
Ég get ekki beðið eftir að fá að vita allt um þessar pæjur.



sigga skrifa?i 30.1.09 -

l l l l l

27 janúar 2009

Enn af dásemdum jóga.

Ég held að jóga sé uppspretta alls góðs í heiminum. Það er bara svo unaðslegt. Í dag er ég nokkuð viss um að ég hraut ótæpilega í slökun. Það er alveg sama hvað ég reyni að sofna ekki, ég bara ræð ekki við mig. Svo bara hrýt ég og dæsi út í eitt. En þessi lúr gerir reyndar það að verkum að ég sofna ekki svo auðveldlega á kvöldin. Þarf klárlega að fara að stilla þetta eitthvað betur af.

Af öðru er það að frétta að þorrablót Egilsstaða var unaðslegt og janúartilhlökkun þar með búin og hægt að fara að hlakka til febrúar. Í febrúar er planað júrópartýstand og Reykjavíkurför. Það er samt verra mál með mars og tillögur að tilhlakki þann mánuðinn eru vel þegnar. Ég held ég treysti allavega ekki á afmælisbörn mánaðarins til að halda afmælispartý ársins, en hvað veit maður svosem.

Ó og svo vantar okkur íbúð í Eyjum yfir versló! Það eru margir angar úti en ennþá hefur leitin engan árangur borið. Við erum soddan kóngafólk og ætlum alls alls ekki neitt að vera í tjaldi. Lumar einhver á einhverju?



sigga skrifa?i 27.1.09 -

l l l l l

08 janúar 2009

Stundum tengist maður hlutum tilfinningaböndum. Það er oft voða kjánalegt.

Pabbi tilkynnti mér áðan að hann væri að henda gömlum bílum, og þar á meðal galantinum. Ég fékk umsvifalaust kökk í hálsinn og mikla sorg í hjartað. Það er ekki svo langt síðan Snorri bró var með yfirlýsingar þess efnis að koma honum á götuna á ný, þá var ég rosa glöð. En kagginn reyndist ekki viðreisnarhæfur, svo hann fer á haugana.

Galantinn geymir margar minningar. Ekki bara er hann rúmgóður og fallegur og dásamlegur heldur er hann líka fyrsti bíllinn sem ég keyrði eftir að ég fékk bílpróf. Hann var notaður í gleðiferðir á hina og þessa firði, hann rúntaði með okkur sólarhringum saman og var almennt bara með þetta. Hann fór hringinn í kring um landið á örtíma þó að hann væri rosa mikið lasinn orðinn þá. Þessi elska. Megi góðar minningar um eldgamla galantinn með digital mælaborðinu lifa sem lengst.



sigga skrifa?i 8.1.09 -

l l l l l
//frú sigríður

+Gestabók
+póstur til frúarinnar
//annar eðall

+Arna
+Arthúr
+Ása
+Bylgja
+Elsa
+Finnur
+Guðlaug
+Jóhanna
+Linda
+Lovísa
+Sigrún
+Sjö
+Steinrún